Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:31 Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun