Carter var einn á auðum eftir langt „punt“ frá andstæðingunum en í stað þess að grípa boltann auðveldlega gaf hann félögum sínum merki um að snerta boltann ekki og virðist hreinlega hafa gleymt að hugsa um það að grípa boltann sem skoppaði í jörðina og úr greipum hans.
.@Borichterr jumps on the loose ball!
— Minnesota Vikings (@Vikings) November 24, 2024
📺: @NFLonFOX pic.twitter.com/0ExC9QahCq
Það var enginn liðsfélagi Carter nálægur til að berjast mögulega um boltann við hann sem gerir þessi mistök enn undarlegri og voru lýsendur leiksins gapandi hissa yfir þessu hugsunarleysi, eins og heyra má í klippunni hér að ofan.
Staðan í leiknum á þessum tímapunkti var 17-10, Vikings í vil, sem gerir mistökin enn grátlegri fyrir liðsmenn Bears, sem töpuðu leiknum að lokum 30-27.