„Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar hér sigurmarki sínu í gær, marki sem færði Liverpool átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Getty/Michael Steele Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira