Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu.
Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna.
Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár.
Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu.
Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna.
Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022.
Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni.
Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna.
“Definitely spend it!” 😂🏆
— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024
Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb