Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 08:13 Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Vísir/Einar Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar. Alþingiskosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar.
Alþingiskosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira