Carragher segir Salah vera eigingjarnan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Liverpool á tímabilinu. Getty/ John Powell Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira
Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira