Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:47 Stefán Birgir og fjölskylda. Aðsend Stefán Birgir Jóhannesson, foreldri barns á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, hvetur Kennarasamband Íslands til að endurskoða aðferðarfræði sína í verkfalli kennara og binda enda á ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Þetta segir Stefán Birgir í aðsendri grein á Vísi í dag. Kennarar hafa verið í verkfalli frá 29. október. Samninganefndir hafa fundað nær daglega í vikunni. Verkföll eru ótímabundin í leikskólum en tímabundin í grunn- og framhaldsskólum. Fjórir leikskólar eru í verkfalli, þrír grunnskólar, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. „Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni. Þegar að hún fór á leikskóla þá læddist hún með veggjum, passaði helst að taka ekkert pláss,“ segir Stefán Birgir og tekur dæmi um það þegar kennarar hringdu eitt sinn í foreldrana til að láta vita að barnið væri orðið veikt. „Það gekk svo langt að eitt sinn hringdu kennararnir á deildinni hennar í okkur og báðu um að hún væri sótt því að hún væri orðin hás og væri líklega að verða lasin. Kom á daginn að mín kona þorði lítið að tjá sig en var að prófa og gerði það með þessu hása hvísli.“ Hann segir stelpuna sína elska leikskólann í dag og hana hafa þroskast, vaxið og orðið sterkari félagslega eftir því sem tímanum leið. Í desember verði hún svo fjögurra ára, tímamót sem hún hafi beðið eftir lengi. „Hún er búin að ræða þetta mikið og sjá þetta allt saman fyrir sér, hver á að sitja hvar, hvernig kórónu hún ætlar að fá og spennan er gríðarleg fyrir því að fá mögulega saltstangir í leikskólanum,“ segir Stefán Birgir og að hann eigi afar erfitt með að útskýra fyrir henni að það verði ekkert af þessu, því leikskólinn verði enn lokaður. Erfitt að útskýra verkfall fyrir litlu barni „Það eru fleiri atriði sem að ég á erfitt með að útskýra fyrir henni, eins og t.d. af hverju besta vinkona hennar sem býr við hliðina á okkur fær að mæta í leikskólann sinn, af hverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að gera jólaskraut í leikskólanum, af hverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að fara í söngstund í leikskólanum sínum,“ segir Stefán Birgir og skorar á formann Kennarasambandsins, Magnús Þór Jónsson, að koma í heimsókn til að útskýra þetta fyrir barninu hans. Stefán Birgir segir kennara dóttur hans fasta í lífi dóttur hans. Þau vinni frábært starf og því vilji hann standa með þeim. Það sé samt erfitt þegar forysta þeirra búi til minnihlutahópa og mismuni börnum. Þá segir hann erfitt að sjá að aðgerðirnar séu raunverulegu að virka og að búa til þrýsting. Það sé enn verkfall og það líti ekki út fyrir að það sé að breytast. Þá segir hann það hafa verið mikil vonbrigði að sveitarfélögin hafi ekki svarað tilboði Kennarasambandsins um að slíta verkfallinu ef sveitarfélögin lofuðu að greiða laun starfsmanna. „Ég var mjög vongóður um að það frábæra fólk sem að starfar í mínum bæ, Reykjanesbæ, myndi sjá til þess að leiðrétta þessa mismunun sem hefur orðið hjá yngsta hópi bæjarfélagsins en ég verð að segja að viðbrögðin voru mikil vonbrigði. Ég sendi bæjarstjórn hvatningarbréf þar sem ég hvatti þau til dáða að ganga að tillögu KÍ en svörin voru mjög einföld. Erindi móttekið. Að undanskyldum einum bæjarfulltrúa í minnihluta sem að lét sig málið raunverulega varð,“ segir Stefán Birgir. Þá bendir hann líka á að það sem hafi ekki farið í verkfall með kennurum sé reikningurinn frá sveitarfélaginu. Þau hafi þegar greitt fullt gjald fyrir einn og hálfan mánuð af verkfalli en þeim sagt að reikningarnir verði leiðréttir fyrir jól. Stendur ekki lengur með kennurum Stefán Birgir segir að á meðan verkfallinu stendur hafi hann lesið fjölda greina frá kennurum þar sem þeir furða sig á því að fólk og foreldrar standi ekki með þeim. „…það er bara ein ástæða, það er aðferðarfræðin. Ekkert annað,“ segir Stefán Birgir og áréttar að gagnrýni hans lúti ekki að kennarastéttinni, þeirra aðstöðu, launakjörum eða öður, hún lúti aðeins að þeirra aðferðarfræði sem forysta sambandsins hafi ákveðið að nota í verkfallsaðgerðunum. „Ég treysti kennurum fyrir því dýrmætasta sem að ég á í veröldinni en ég get því miður ekki treyst forystu sem að mismunar barninu mínu og setur það vísvitandi í minnihlutahóp. Ég held að margir foreldrar séu á þeim stað með mér. Bæði þeir foreldrar sem hafa orðið fyrir aðgerðunum og eins foreldrar sem hafa ekki orðið fyrir aðgerðunum. Það verður verðugt verkefni fyrir forystu KÍ að vinna það traust til baka,“ segir hann og að þess vegna standi hann ekki með kennurum. Hann hvetur að lokum kennara til að endurskoða aðferðafræðina og hafa verkföllin tímabundin í leikskólum eins og í grunn-og framhaldsskólum. „Með því að láta verkfallið flytjast á milli skóla, líkt og er gert á öllum öðrum skólastigum, þá bæði náið þið að láta verkfallið hafa breiðari áhrif og á sama tíma sleppið þið við það að mismuna leikskólabörnum landsins.“ Reykjanesbær Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Réttindi barna Tengdar fréttir „Það má Guð vita“ Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. 25. nóvember 2024 19:05 Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Samningaviðræður í kjaradeilu lækna og ríkisins eru á lokastigi og verið er að teikna upp kjarasamning, að sögn ríkissáttasemjara. Keppst er við að ná samningum áður en verkfall lækna hefst á miðnætti. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 24. nóvember 2024 18:14 Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. 24. nóvember 2024 15:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kennarar hafa verið í verkfalli frá 29. október. Samninganefndir hafa fundað nær daglega í vikunni. Verkföll eru ótímabundin í leikskólum en tímabundin í grunn- og framhaldsskólum. Fjórir leikskólar eru í verkfalli, þrír grunnskólar, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. „Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni. Þegar að hún fór á leikskóla þá læddist hún með veggjum, passaði helst að taka ekkert pláss,“ segir Stefán Birgir og tekur dæmi um það þegar kennarar hringdu eitt sinn í foreldrana til að láta vita að barnið væri orðið veikt. „Það gekk svo langt að eitt sinn hringdu kennararnir á deildinni hennar í okkur og báðu um að hún væri sótt því að hún væri orðin hás og væri líklega að verða lasin. Kom á daginn að mín kona þorði lítið að tjá sig en var að prófa og gerði það með þessu hása hvísli.“ Hann segir stelpuna sína elska leikskólann í dag og hana hafa þroskast, vaxið og orðið sterkari félagslega eftir því sem tímanum leið. Í desember verði hún svo fjögurra ára, tímamót sem hún hafi beðið eftir lengi. „Hún er búin að ræða þetta mikið og sjá þetta allt saman fyrir sér, hver á að sitja hvar, hvernig kórónu hún ætlar að fá og spennan er gríðarleg fyrir því að fá mögulega saltstangir í leikskólanum,“ segir Stefán Birgir og að hann eigi afar erfitt með að útskýra fyrir henni að það verði ekkert af þessu, því leikskólinn verði enn lokaður. Erfitt að útskýra verkfall fyrir litlu barni „Það eru fleiri atriði sem að ég á erfitt með að útskýra fyrir henni, eins og t.d. af hverju besta vinkona hennar sem býr við hliðina á okkur fær að mæta í leikskólann sinn, af hverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að gera jólaskraut í leikskólanum, af hverju besta vinkona hennar í næsta húsi fær að fara í söngstund í leikskólanum sínum,“ segir Stefán Birgir og skorar á formann Kennarasambandsins, Magnús Þór Jónsson, að koma í heimsókn til að útskýra þetta fyrir barninu hans. Stefán Birgir segir kennara dóttur hans fasta í lífi dóttur hans. Þau vinni frábært starf og því vilji hann standa með þeim. Það sé samt erfitt þegar forysta þeirra búi til minnihlutahópa og mismuni börnum. Þá segir hann erfitt að sjá að aðgerðirnar séu raunverulegu að virka og að búa til þrýsting. Það sé enn verkfall og það líti ekki út fyrir að það sé að breytast. Þá segir hann það hafa verið mikil vonbrigði að sveitarfélögin hafi ekki svarað tilboði Kennarasambandsins um að slíta verkfallinu ef sveitarfélögin lofuðu að greiða laun starfsmanna. „Ég var mjög vongóður um að það frábæra fólk sem að starfar í mínum bæ, Reykjanesbæ, myndi sjá til þess að leiðrétta þessa mismunun sem hefur orðið hjá yngsta hópi bæjarfélagsins en ég verð að segja að viðbrögðin voru mikil vonbrigði. Ég sendi bæjarstjórn hvatningarbréf þar sem ég hvatti þau til dáða að ganga að tillögu KÍ en svörin voru mjög einföld. Erindi móttekið. Að undanskyldum einum bæjarfulltrúa í minnihluta sem að lét sig málið raunverulega varð,“ segir Stefán Birgir. Þá bendir hann líka á að það sem hafi ekki farið í verkfall með kennurum sé reikningurinn frá sveitarfélaginu. Þau hafi þegar greitt fullt gjald fyrir einn og hálfan mánuð af verkfalli en þeim sagt að reikningarnir verði leiðréttir fyrir jól. Stendur ekki lengur með kennurum Stefán Birgir segir að á meðan verkfallinu stendur hafi hann lesið fjölda greina frá kennurum þar sem þeir furða sig á því að fólk og foreldrar standi ekki með þeim. „…það er bara ein ástæða, það er aðferðarfræðin. Ekkert annað,“ segir Stefán Birgir og áréttar að gagnrýni hans lúti ekki að kennarastéttinni, þeirra aðstöðu, launakjörum eða öður, hún lúti aðeins að þeirra aðferðarfræði sem forysta sambandsins hafi ákveðið að nota í verkfallsaðgerðunum. „Ég treysti kennurum fyrir því dýrmætasta sem að ég á í veröldinni en ég get því miður ekki treyst forystu sem að mismunar barninu mínu og setur það vísvitandi í minnihlutahóp. Ég held að margir foreldrar séu á þeim stað með mér. Bæði þeir foreldrar sem hafa orðið fyrir aðgerðunum og eins foreldrar sem hafa ekki orðið fyrir aðgerðunum. Það verður verðugt verkefni fyrir forystu KÍ að vinna það traust til baka,“ segir hann og að þess vegna standi hann ekki með kennurum. Hann hvetur að lokum kennara til að endurskoða aðferðafræðina og hafa verkföllin tímabundin í leikskólum eins og í grunn-og framhaldsskólum. „Með því að láta verkfallið flytjast á milli skóla, líkt og er gert á öllum öðrum skólastigum, þá bæði náið þið að láta verkfallið hafa breiðari áhrif og á sama tíma sleppið þið við það að mismuna leikskólabörnum landsins.“
Reykjanesbær Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Réttindi barna Tengdar fréttir „Það má Guð vita“ Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. 25. nóvember 2024 19:05 Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Samningaviðræður í kjaradeilu lækna og ríkisins eru á lokastigi og verið er að teikna upp kjarasamning, að sögn ríkissáttasemjara. Keppst er við að ná samningum áður en verkfall lækna hefst á miðnætti. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 24. nóvember 2024 18:14 Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. 24. nóvember 2024 15:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Það má Guð vita“ Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. 25. nóvember 2024 19:05
Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Samningaviðræður í kjaradeilu lækna og ríkisins eru á lokastigi og verið er að teikna upp kjarasamning, að sögn ríkissáttasemjara. Keppst er við að ná samningum áður en verkfall lækna hefst á miðnætti. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 24. nóvember 2024 18:14
Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. 24. nóvember 2024 15:30