Þetta segir leikarinn í viðtali við tímaritið Elle Spain. Gere segir að Silva hafi lítið sem ekkert fylgst með kvikmyndum og því hafi þeirra fyrstu kynni verið einkar skondin.
„Hún hafði enga glóru. Hún horfði ekki á bíómyndir, sem var frábært. Ég var mjög ánægður með það,“ segir Gere á léttum nótum í viðtalinu. Silva virðist þó hreyfa við því mótbárur í viðtalinu og er haft eftir henni hlæjandi að hún hafi alveg horft á myndir, bara ekki hans myndir.
„Hún hélt að ég væri George Clooney! Fyrir utan það vissi hún auðvitað nákvæmlega hver ég er,“ segir leikarinn. Silva segist hafa fallið fyrir leikaranum eftir að hafa séð bíómyndina Time Out of Mind frá árinu 2014. Sú mynd á einmitt íslenskan framleiðanda Evu Maríu Daniels sem sagði við Fréttablaðið á því ári að samstarfið við Richard Gere hefði verið meiriháttar.
Hjónin giftu sig á laun árið 2018. Hún er 41 árs en hann 75 ára. Þau eiga saman tvo stráka, hinn fimm ára gamla Alexander og hinn fjögurra ára gamla James. Þá er Gere stjúpfaðir ellefu ára stráks Silva úr hennar fyrra hjónabandi og á sjálfur 24 ára gamlan son úr fyrra hjónabandi.