Mbappé spilaði á vinstri kantinum á Anfield í gær en hinn 21 árs Conor Bradley hafði góðar gætur á frönsku stórstjörnunni.
Hann fékk samt kjörið tækifæri til að jafna þegar Real Madrid fékk vítaspyrnu eftir klukkutíma. Írski landsliðsmarkvörðurinn Caoimhin Kelleher sá hins vegar við Mbappé og varði spyrnu hans.
Mbappé fékk ekki merkilega umsögn eftir leikinn og í franska blaðinu L'Équipe fékk hann aðeins tvo í einkunn, af tíu mögulegum, fyrir frammistöðu sína.
Hinn 25 ára Mbappé kom til Real Madrid á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain fyrir tímabilið. Hann hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Real Madrid í vetur en aðeins eitt í Meistaradeildinni.
Þar situr Real Madrid í 24. sæti með einungis sex stig. Átta efstu liðin komast beint í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil.