Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindu fyrst frá.
Slökkviliðinu barst útkallið um hálf sex og er enn á vettvangi að hreinsa og fjarlægja bíla. Að minnsta kosti einn bílana þriggja er óökufær.
Mikil umferðarteppa hefur myndast vegna árekstursins og nær bílaröð alla leið niður fyrir undirgöngin við Hamraborg.
