Jokic var þá með 27 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar í tapi Denver á móti Cleveland Cavaliers.
Þetta var 139. þrenna Jokic á NBA ferlinum.
Nú eru aðeins liðsfélagi hans Russell Westbrook (200) og Oscar Robertson (181) ofar en hann á listanum.
✨Nikola Jokić continues to climb the ranks of greatness ✨
— NBA TV (@NBATV) December 6, 2024
🃏 Joker: 139 (3rd)
🪄 Magic: 138 (4th)
The accolades continue to grow 📈 pic.twitter.com/oEa2WbWIzw
Jokic náði þrennunni í fjórða leikhlutanum þegar hann gaf sína tíundu stoðsendingu í leiknum.
Magic Johnson var með 138 þrennur í 906 leikjum frá 1979 til 1996. Hann lék reyndar ekkert frá 1991 til 1995 eftir að hann greindist með HIV veiruna.
Jokic náði þessari 139. þrennu sinni í leik númer 692 í deildinni.
Magic er eins og áður sagði í fjórða sætinu en LeBron James er fimmti með 118 þrennur eða tuttugu færri. Jason Kidd er sjötti og síðasti leikmaðurinn sem hefur náð hundrað þrennum en hann var með 107 á sínum ferli.
Luka Dončić og James Harden eru báðir með 78 þrennur til þessa og næstir því að komast í hundrað þrennu af þeim sem eru að spila í deildinni í dag.
Congrats to Nikola Jokić of the @nuggets for moving to 3rd on the all-time TRIPLE-DOUBLES list! pic.twitter.com/2iR8f4GxM6
— NBA (@NBA) December 6, 2024