Veður

All­hvass vindur með skúrum eða éljum

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir hiti á bilinu núll til sex stig.
Gera má ráð fyrir hiti á bilinu núll til sex stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi með skúrum eða éljum en léttskýjuðu veðri norðaustan- og austanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til sex stig. Seinnipartinn snúist svo í norðvestanátt á vestan- og norðvestantil með snjókomu.

„Norðvestan 15-23 m/s á austanverðu landinu á morgun, hvassast í vindstrengjum á Austfjörðum, en mun hægari vindur vestantil. Éljagangur framundir kvöld en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðvestan og norðan 10-18 m/s, hvassast við norðausturströndina. Él norðantil, en bjartviðri sunna heiða. Lægir smám saman og léttir til síðdegis, fyrst vestantil. Frost 0 til 7 stig, minnst við sjávarsíðuna.

Á laugardag: Sunnan og suðvestan 10-15 m/s. Slydda og síðar rigning og hiti 0 til 6 stig, en úrkomulítið og vægt frost norðan- og austanlands.

Á sunnudag: Stíf suðvestlæg átt og éljagangur, en úrkomulítið austanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlausta við suðurströndina.

Á mánudag: Breytileg átt og yfirleitt bjartviðri, en stöku él sunnan og vestantil. Kalt í veðri.

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og él, en lengst af þurrt og bjart norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Útlit fyrir breytilega átt með slyddu eða rigningu, en hvöss norðanátt og snjókoma um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×