„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Kári Mímisson skrifar 12. desember 2024 22:34 Jakob Örn Sigurðarson stýrði sínum mönnum til sigurs á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob. Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob.
Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum