Fyrr í kvöld hafði norska liðið unnið átta marka mun á Ungverjum en þær dönsku unnu tveggja marka sigur á heimsmeisturum Frakka, 24-22.
Þetta verður annað Evrópumótið í röð þar sem Noregur og Danmörk spila um gullið en Noregur vann úrslitaleikinn fyrir tveimur árum.
Anne Mette Hansen var mjög öflug í dönsku sókninni með sjö mörk og sex stoðsendingar.
Anna Kristensen var líka frábær í marki danska liðsins í kvöld og varð 43 prósent skotanna sem komu á hana. Hún var öðrum fremur besti maður vallarins enda varði hún alls 16 skot í leiknum þar af eitt víti.
Mie Höjlund skoraði fimm mörk þar á meðal markið sem gulltryggði sigurinn. Pauletta Foppa var markahæst hjá Frökkum með fjögur mörk.
Vörn og markvarsla voru í fyrirrúmi í upphafi leiksins og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir rúmar þrjár mínútur. Það mark kom úr víti og var danskt.
Danir voru síðan enn 1-0 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af leiknum. Fyrsta mark Frakka kom ekki fyrr en eftir fimm mínútur og 45 sekúndur.
Dönsku stelpurnar voru með frumkvæðið í hálfleiknum, komust í 4-2, 10-7 og voru 13-11 yfir í hálfleik.
Danska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og þá skoruðu Frakkar ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir tvær mínútur og 40 sekúndur.
Danska liðið skoraði ekki í tíu mínútum og Frakkar náði að jafna metin í 14-14 á meðan.
Danska liðið hristi þetta af sér og fimm mörk í röð kom liðinu aftur í frábæra stöðu, 19-14 yfir.
Þær frönsku gáfust ekki upp og minnkuðu muninn niður í tvö mörk á lokakaflanum en nær komust þær ekki.