„Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. desember 2024 22:01 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með að vera mættur aftur í Smárann eftir fjóra útileiki í röð. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar komu sér aftur á beinu brautina í Bónus-deild karla í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistara Vals 97-90. Liðin mættust einnig í bikarnum á sunnudag og Grindvíkingar höfðu harma að hefna í kvöld. Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira