„Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 18:45 Það var líf og fjör í leik Liverpool og Fulham í dag og Arne Slot gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Vísir/Getty Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool sagðist ekki geta beðið um meira af leikmönnum sínum en það sem þeir sýndu í 2-2 jafnteflinu gegn Fulham í dag. Liverpool spilaði einum færri lungann úr leiknum. „Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“ Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
„Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“
Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira