Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2024 19:30 Hafsteinn Dan Kristjánsson prófessor við lagadeild HR segir lög um hvalveiðar svo úrelt að hætta sé á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði þegar þeir taka ákvarðanir sem byggjast á þeim. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands segir ákvörðun starfandi matvælaráðherra um hvalveiðileyfi ólýðræðislega og án fordæma. Vísir/Bjarni Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. Starfandi forsætis- og matvælaráðherra ákvað eftir kosningar að gefa út umdeilt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Bjarni Benediktsson sagði við það tækifæri að ákvörðunin væri ekkert annað en afgreiðsla í matvælaráðuneytinu. Ekki næst í ráðherra Matvælaráðuneytið upplýsti svo í gær að ákveðið hefði verið að verða við ósk Hvals hf. og veita leyfi sem endurnýjast sjálfkrafa árlega og er því í raun ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum. Ráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Brýnt að uppfæra löggjöf um hvalveiðar Hafsteinn Dan Kristjánsson prófessor við lagadeild HR og fyrrverandi ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum segir brýnt að uppfæra 75 ára löggjöf um hvalveiðar. „Ég tel að það sé löngu kominn tími á að uppfæra þessi lög þannig að þau standist nútímakröfur um réttaröryggi borgaranna. Standist mannréttindareglu stjórnarskrárinnar og ýmis atriði varðandi stjórnsýsluna. Þegar þú ert með svona gömul, opin og óljós lög þá er ákveðin hætta á því að þegar ráðherra taka ákvarðanir að þeir verði eins og flóðhestar í baði. Það er erfitt að hreyfa sig án þess að það skvettist upp úr,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn segir að það kunni hins vegar að reynast nýrri ríkisstjórn erfitt að afturkalla hvalveiðileyfið komi til slíkrar ákvörðunar. „Ef á að afturkalla leyfi á grundvelli núgildandi laga þá þarf að fara í gegnum skráðar og óskráðar reglur um afturköllun. Það þarf að liggja fyrir með skýrum hætti að reglur eigi við og gæta meðalhófs í því sambandi. Það er því ekki sjálfgefið að það sé hægt að afturkalla leyfið,“ segir Hafsteinn. Starfshópur skilar af sér á næsta ári Fyrrverandi forsætisráðherra skipaði starfshóp í febrúar á þessu ári til að rýna gömlu lögin en samkvæmt upplýsingum frá hópnum er starfið umfangsmeira en gert var ráð fyrir og því ekki fyrr en í febrúar á næsta ári sem hann ráðgerir að skila af sér. Fordæmalaus ákvörðun Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambands Íslands segir ákvörðun starfandi matvælaráðherra án fordæma. „Þetta er ólýðræðisleg ákvörðun, þetta er valdníðsla og getur hreinlega ekki staðist. Það er mikil skömm fyrir íslenska stjórnsýslu, íslenskt stjórnarfar og Ísland í heild sinni ef þetta fær að standa. Þetta getur auðvitað ekki staðist og við verðum að treysta því að ný stjórnvöld muni taka á þessu fljótt og vel,“ segir Sigursteinn. Hann gagnrýnir harðlega að slíka ákvörðun sé tekin af starfsstjórn. „Þetta er ákvörðun starfsstjórnar með litlar takmarkaðar valdheimildir og umboð. Þetta er minnihluta starfsstjórn. Það hefur aldrei áður gerst að á slíkum tíma hafi verið tekin ákvörðun um fimm ára hvalveiðileyfi, hvað þá ótímabært hvalveiðileyfi,“ segir Sigursteinn. Hann telur á ákvörðunin geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. „Þetta getur haft mjög alvarleg áhrif á orðstýr landsins,“ segir Sigursteinn. Hvalveiðar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég tek bara ekkert mark á því“ Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni. 18. desember 2024 16:22 „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. 10. desember 2024 13:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Starfandi forsætis- og matvælaráðherra ákvað eftir kosningar að gefa út umdeilt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Bjarni Benediktsson sagði við það tækifæri að ákvörðunin væri ekkert annað en afgreiðsla í matvælaráðuneytinu. Ekki næst í ráðherra Matvælaráðuneytið upplýsti svo í gær að ákveðið hefði verið að verða við ósk Hvals hf. og veita leyfi sem endurnýjast sjálfkrafa árlega og er því í raun ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum. Ráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Brýnt að uppfæra löggjöf um hvalveiðar Hafsteinn Dan Kristjánsson prófessor við lagadeild HR og fyrrverandi ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum segir brýnt að uppfæra 75 ára löggjöf um hvalveiðar. „Ég tel að það sé löngu kominn tími á að uppfæra þessi lög þannig að þau standist nútímakröfur um réttaröryggi borgaranna. Standist mannréttindareglu stjórnarskrárinnar og ýmis atriði varðandi stjórnsýsluna. Þegar þú ert með svona gömul, opin og óljós lög þá er ákveðin hætta á því að þegar ráðherra taka ákvarðanir að þeir verði eins og flóðhestar í baði. Það er erfitt að hreyfa sig án þess að það skvettist upp úr,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn segir að það kunni hins vegar að reynast nýrri ríkisstjórn erfitt að afturkalla hvalveiðileyfið komi til slíkrar ákvörðunar. „Ef á að afturkalla leyfi á grundvelli núgildandi laga þá þarf að fara í gegnum skráðar og óskráðar reglur um afturköllun. Það þarf að liggja fyrir með skýrum hætti að reglur eigi við og gæta meðalhófs í því sambandi. Það er því ekki sjálfgefið að það sé hægt að afturkalla leyfið,“ segir Hafsteinn. Starfshópur skilar af sér á næsta ári Fyrrverandi forsætisráðherra skipaði starfshóp í febrúar á þessu ári til að rýna gömlu lögin en samkvæmt upplýsingum frá hópnum er starfið umfangsmeira en gert var ráð fyrir og því ekki fyrr en í febrúar á næsta ári sem hann ráðgerir að skila af sér. Fordæmalaus ákvörðun Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambands Íslands segir ákvörðun starfandi matvælaráðherra án fordæma. „Þetta er ólýðræðisleg ákvörðun, þetta er valdníðsla og getur hreinlega ekki staðist. Það er mikil skömm fyrir íslenska stjórnsýslu, íslenskt stjórnarfar og Ísland í heild sinni ef þetta fær að standa. Þetta getur auðvitað ekki staðist og við verðum að treysta því að ný stjórnvöld muni taka á þessu fljótt og vel,“ segir Sigursteinn. Hann gagnrýnir harðlega að slíka ákvörðun sé tekin af starfsstjórn. „Þetta er ákvörðun starfsstjórnar með litlar takmarkaðar valdheimildir og umboð. Þetta er minnihluta starfsstjórn. Það hefur aldrei áður gerst að á slíkum tíma hafi verið tekin ákvörðun um fimm ára hvalveiðileyfi, hvað þá ótímabært hvalveiðileyfi,“ segir Sigursteinn. Hann telur á ákvörðunin geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. „Þetta getur haft mjög alvarleg áhrif á orðstýr landsins,“ segir Sigursteinn.
Hvalveiðar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég tek bara ekkert mark á því“ Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni. 18. desember 2024 16:22 „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. 10. desember 2024 13:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
„Ég tek bara ekkert mark á því“ Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni. 18. desember 2024 16:22
„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51
Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. 10. desember 2024 13:06