„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. desember 2024 21:56 Jóhann Þór þurfti enn einn leikinn að sætta sig við stöngin út frammistöðu Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum