Einar baðst fyrirgefningar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 18:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Egill/einar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu. Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu.
Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira