Wagner, sem kom inn í deildina 2018 þegar hann var valinn 25. af Lakers í nýliðavalinu, hefur verið í herbúðum Magic síðan 2021 og hefur óðum verið að festa sig í sessi sem einn af betri sjöttu mönnum deildarinnar.
Í 30 leikjum þetta tímabilið hefur Wagner skorað 12,9 stig að meðaltali í leik eða næst mest allra varamanna og þótti vera einn af sterkari kandídötum í kjöri á sjötta manni ársins í deildinni.
Orlando Magic sitja í 4. sæti Austurdeildarinnar með 18 sigra og tólf töp, og þá trónir liðið á toppi síns riðils austanmegin í deildinni. Wagner bætist nú á langan sjúkralista liðsins en fyrir eru fimm leikmenn á honum, þar með talinn Franz Wagner, yngri bróðir hans.