Lífið

Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Elín Metta og Sigurður greindu frá því í vor að þau ættu von á barni. Nú er sú litla komin í heiminn og komin með nafn.
Elín Metta og Sigurður greindu frá því í vor að þau ættu von á barni. Nú er sú litla komin í heiminn og komin með nafn. Facebook

Dóttir knattspyrnukonunnar Elínar Mettu Jensen og Sigurðar Tómassonar, framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo, er komin með nafn. Stúlkan fékk nafnið Magdalena Nordal. 

Foreldrarnir greindu frá fallega nafni stúlkunnar á samfélagsmiðlum í dag en nafngiftinni var fagnað í faðmi fjölskyldu og vina. Magdalena Nordal kom í heiminn 14. nóvember og er fyrsta barn parsins en tæpt ár er síðan Vísir sagði frá sambandi þeirra Elínar og Sigurðar.

Elín Metta hefur verið ein fremsta knattspyrnukona landsins síðustu ár og hefur spilað tugi landsleikja fyrir Íslands hönd. Hún lagði skóna á hilluna eftir knattspyrnutímabilið 2022 og tók þá aftur fram í fyrrasumar og spilaði þá með Þrótti í Bestu deildinni.

Sigurður er menntaður hagfræðingur og starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá sjóðstýringarfélaginu VEX, Viðskiptaráði Íslands og McKinsey & Company áður en hann var ráðinn til Origo í sumar. Sigurður er sonur Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra HS Orku, og Ólafar heitinnar Nordal, fyrrverandi dómsmálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.