Portúgalski miðillinn Record greinir frá.
João Pereira er fyrrum leikmaður félagsins og var þjálfari varaliðsins þegar kallið barst og skref var tekið upp á við.
Hann stýrði Sporting til 6-0 stórsigurs gegn Amarante í fyrsta leiknum við stjórn þann 22. nóvember.
Eftir það tapaði liðið hins vegar fjórum leikjum í röð, tveimur í deild og tveimur í Sambandsdeild. Síðan hefur liðið unnið einn leik og gert eitt jafntefli í deildinni, en féll úr leik í bikarnum á dögunum.
Stjórnarmenn Sporting virðast ekki ætla að gefa Pereira lengri tíma til að koma liðinu aftur í efsta sætið sem það sat í þegar Amorim kvaddi.
Félagið er sagt ætla að sækja Rui Borges, þjálfara Vitória de Guimares, sem situr í sjötta sæti portúgölsku deildarinnar og fór taplaust í gegnum sex leiki í Sambandsdeildinni.
Hann er með klásúlu í samningi sínum, upp á fjórar milljónir evra, sem Sporting er sagt tilbúið að borga.