Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 10:00 Cody Gakpo fagnar marki í gær með þeim Mohamed Salah og Luis Diaz. Getty/Marc Atkins Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og forskotið er átta stig eftir 5-0 stórsigur á West Ham í gær. Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira