Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hefur hvatt vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið.
Eiður Fannar segir starfsfólk vetrarþjónustunnar gera ráð fyrir því að snjóbakkinn fari yfir í dag og að moksturinn eigi því að ganga vel.
Hann segir fyrstu menn hafa byrjað um klukkan fjögur í nótt. Snjókoman hafi svo hafist um klukkan fimm.
Hann segir góða færð um borgina fyrir þau sem eru á góðum dekkjum.
„Færð er tiltölulega góð.“