Jarðskjálftahrinan hófst aðfaranótt 29. desember. Stærstu skjálftarnir mældust í gær, annar 3,2 og hinn 3,6.
„Það virðist aðeins vera að hægja á henni núna,“ segur Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í kringum tvö hundruð skjálftar hafa mælst frá upphafi hrinunnar.
Að sögn Steinunnar eiga slíka skjálftahrinur sér oft stað á þessu svæði.