Eftir leik sagði þjálfarinn Unai Emery að hann hafi ekki átt skilið rautt spjald. Aston Villa áfrýjaði líka spjaldinu og þriggja leikja banninu sem Durán fékk, en það bar ekki árangur.

Þess þá heldur hefur enska knattspyrnusambandið nú ákært Durán fyrir hegðun sem hann sýndi eftir að spjaldið var gefið. Þegar hann öskraði eitthvað á hliðarlínunni og lét vatnsbrúsasett liðsins finna fyrir reiði sinni.
Hann hefur þegar misst af leik gegn Brighton í gær og mun missa af leikjum gegn Leicester og West Ham, en verður aftur gjaldgengur þann 15. janúar ef enska knattspyrnusambandið ákveður að lengja bannið ekki.
— FA Spokesperson (@FAspokesperson) December 31, 2024