Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 11:26 Svona gæti hluti borteigs Coda Terrminal í Hafnarfirði liti út samkvæmt tillögu Carbfix. Carbfix Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. Heimildin birti í dag umfjöllun um kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix þar sem því er slegið upp að það hafi blekkt íbúa Hafnarfjarðar um umfang Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðvar sem fyrirtækið vill reisa við Straumsvík og í Hafnarfirði. Á meðal viðskiptavina Coda Terminal eigi að vera stærsta sementsfyrirtækis heims sem hafi verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna að þess að það lét undan fjárkúgun hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Sýrlandi. Í yfirlýsingu Carbfix vegna umfjöllunar Heimildarinnar segir að engin áform séu um að dæla meiri koltvísýringi niður en fyrirtækið hafi sótt um. Ef áhugi væri á því í framtíðinni fæli það í sér nýtt verkefni sem þyrfti að leggja fyrir að nýju í umhverfismat og leyfisferla. Það sé rangt að fyrirtækið hafi haldið áformum um slíkt frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og íbúum. Gert er ráð fyrir að Coda Terminal geti að hámarki bundið þrjár milljónir tonna af koltvísýringi árlega þegar hún verður fullbyggð í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem er í vinnslu hjá bænum. Fari rangt með fjölda atriða Fullyrðingar Heimildarinnar um að Carbfix hafi haldið áformum sínum „leyndum“ fyrir Hafnfirðingum virðast byggjast á drögum að fjárfestakynningu frá 2023 þar sem rætt var um möguleika á umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni. Í myndbandi sem Heimildin tengir sjálf við umfjöllun sína heyrist framkvæmdastjóri Carbfix taka fram að allt umfram það sem hefur þegar verið sótt um leyfi fyrir í Hafnarfirði yrði nýtt verkefni. Þá segir Carbfix í yfirlýsingu sinni að Heimildin fari rangt með stöðu viðræðna í fjárfestingaferli Coda Terminal-verkefnisins, viðskiptasambönd og viljayfirlýsingar og að ályktanir séu dregnar í umfjölluninni sem standist ekki skoðun. „Carbfix hefur átt samtöl við fjöldan allan af fyrirtækjum sem losa CO2 og í mörgum tilfellum neitað viðskiptum og frekara samstarfi,“ segir í yfirlýsingunni. Sautján milljarða króna styrkur frá ESB Coda Terminal-verkefnið byggist á tækni Carbfix sem var þróuð við Hellisheiðarvirkjun og gengur út á að dæla uppleystum koltvísýringi niður í berglög þar sem hann binst í steindum nær varanlega. Í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi á fljótandi formi frá Evrópu og dæla honum í jörðu. Koltvísýringurinn sem á að farga kemur frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir koltvísýringslosun. Carbfix fékk sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp Coda Terminal sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum þess. Hávær andstaða hefur verið við Coda Terminal-verkefnið í Hafnarfirði, meðal annars frá íbúum sem telja niðurdælingarholur eiga að vera of nærri íbúabyggð. Til tals hefur komið að halda íbúakosningu um verkefnið. Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Sjá meira
Heimildin birti í dag umfjöllun um kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix þar sem því er slegið upp að það hafi blekkt íbúa Hafnarfjarðar um umfang Coda Terminal, kolefnisförgunarstöðvar sem fyrirtækið vill reisa við Straumsvík og í Hafnarfirði. Á meðal viðskiptavina Coda Terminal eigi að vera stærsta sementsfyrirtækis heims sem hafi verið dæmt fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna að þess að það lét undan fjárkúgun hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Sýrlandi. Í yfirlýsingu Carbfix vegna umfjöllunar Heimildarinnar segir að engin áform séu um að dæla meiri koltvísýringi niður en fyrirtækið hafi sótt um. Ef áhugi væri á því í framtíðinni fæli það í sér nýtt verkefni sem þyrfti að leggja fyrir að nýju í umhverfismat og leyfisferla. Það sé rangt að fyrirtækið hafi haldið áformum um slíkt frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og íbúum. Gert er ráð fyrir að Coda Terminal geti að hámarki bundið þrjár milljónir tonna af koltvísýringi árlega þegar hún verður fullbyggð í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem er í vinnslu hjá bænum. Fari rangt með fjölda atriða Fullyrðingar Heimildarinnar um að Carbfix hafi haldið áformum sínum „leyndum“ fyrir Hafnfirðingum virðast byggjast á drögum að fjárfestakynningu frá 2023 þar sem rætt var um möguleika á umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni. Í myndbandi sem Heimildin tengir sjálf við umfjöllun sína heyrist framkvæmdastjóri Carbfix taka fram að allt umfram það sem hefur þegar verið sótt um leyfi fyrir í Hafnarfirði yrði nýtt verkefni. Þá segir Carbfix í yfirlýsingu sinni að Heimildin fari rangt með stöðu viðræðna í fjárfestingaferli Coda Terminal-verkefnisins, viðskiptasambönd og viljayfirlýsingar og að ályktanir séu dregnar í umfjölluninni sem standist ekki skoðun. „Carbfix hefur átt samtöl við fjöldan allan af fyrirtækjum sem losa CO2 og í mörgum tilfellum neitað viðskiptum og frekara samstarfi,“ segir í yfirlýsingunni. Sautján milljarða króna styrkur frá ESB Coda Terminal-verkefnið byggist á tækni Carbfix sem var þróuð við Hellisheiðarvirkjun og gengur út á að dæla uppleystum koltvísýringi niður í berglög þar sem hann binst í steindum nær varanlega. Í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi á fljótandi formi frá Evrópu og dæla honum í jörðu. Koltvísýringurinn sem á að farga kemur frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir koltvísýringslosun. Carbfix fékk sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp Coda Terminal sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum þess. Hávær andstaða hefur verið við Coda Terminal-verkefnið í Hafnarfirði, meðal annars frá íbúum sem telja niðurdælingarholur eiga að vera of nærri íbúabyggð. Til tals hefur komið að halda íbúakosningu um verkefnið.
Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Sjá meira
Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02