Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 14:50 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. Heimildin hélt því fram í umfjöllun sem birtist í morgun að forsvarsmenn kolefnisbindingarfyrirtækisins Carbfix blekktu bæði Hafnfirðinga og bæjaryfirvöld um umfang Coda Terminal, fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar sinnar í Straumsvík. Ætlunin væri að dæla mun meira niður af koltvísýringi þar en komið hafi fram opinberlega. Ásakanirnar byggjast á tæplega tveggja ára gömlum drögum að fjárfestingakynningu þar sem talað er um umfangsmeiri niðurdælingu en í umsókn fyrirtækisins um breytingu á aðalskipulagi til Hafnarfjarðarbæjar. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, segir alrangt að fyrirtækið blekki Hafnfirðinga eins og haldið sé fram í Heimildinni. Engin vinna eigi sér stað sem tengist umfangsmeira verkefni en nú er í umhverfismati og fjárfestakynningin sem Heimildin vísi í sé úrelt miðað við hvernig verkefnið hafi þróast. „Við erum alls ekki að blekkja einn eða neinn um hvað stendur til. Umfjöllunin vitnar nú beint í mín orð frá íbúafundi síðasta sumar þar sem ég tala alveg skýrt um að á þessu stigi sjáum við ekki fyrir okkur stækkun og það er engin vinna í gangi í tengslum við það,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Aukin starfsemi kallaði á nýtt skipulagsferli og umhverfismat Framkvæmdastjórinn segir að það sé ekki leyndarmál að Carbfix vilji stækka sem félag. Tilgangur þess sé að hafa jákvæð áhrif á loftslagið með tækni sinni. Það geti það gert með að stækka starfsemi sína hér á landi og erlendis þar sem aðstæður eru góðar. „Ef að það yrði einhvern tímann eitthvað af frekari starfsemi er það bara nýtt verkefni, algerlega nýtt kynningarferli og algerlega nýtt umhverfismat. Það er bara einhver hugsanleg framtíðarmúsík sem engin vinna er í gangi við að skoða núna,“ segir hún. Carbfix hafi sent Heimildinni þessar skýringar áður en umfjöllunin birtist. Edda Sif segir að hún hafi þrátt fyrir það verið uppfull af rangfærslum. „Ég var verulega hissa og undrandi við að lesa hana. Mér finnst líka mjög alvarlegt að sjá að það er vegið bæði að mínum heiðri og heiðri míns frábæra samstarfsfólks sem er að vinna að því að bæta heiminn með raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum. Mér finnst það bara alvarlegt,“ segir hún. Flytja á koltvísýring á fljótandi formi til Straumsvíkur þar sem Carbfix ætlar að nýta tækni sína til þess að dæla honum niður berglög. Þar binst koltvísýringurinn í steindir til langs tíma. Koltvísýringurinn kemur frá iðnaðarferlum þar sem koltvísýringur losnar frekar en bruna á jarðefnaeldsneyti.Carbfix Enginn samningur við franskan sementsrisa Fyrir utan meintar blekkingar Carbfix fullyrti Heimildin að viljayfirlýsing lægi fyrir um viðskipti fyrirtækisins við franska sementsfyrirtækið Holcim. Fullyrt er í umfjölluninni að Holcim sé fyrsta fyrirtækið í sögunni sem hafi verið dæmt fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu vegna þess að fyrirtækið keypti sér frið frá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams til þess að geta haldið áfram starfsemi í Sýrlandi. Dómur Hæstaréttar Frakklands frá því janúar í fyrra hafi markað tímamót. Sú fullyrðing virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Hæstiréttur Frakklands hafnaði kröfu fyrirtækisins um að vísa frá ákæru á hendur því fyrir samsekt í glæpum gegn mannkyninu í janúar í fyrra. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki verið sakfellt í málinu. Hæstiréttur vísaði frá hluta ákærunnar um að fyrirtækið hefði stefnt lífi starfsmanna þess í Sýrlandi í hættu. Edda Sif segir engan samning fyrir hendi við Holcim og heldur ekki við ýmis önnur fyrirtæki sem eru nefnd í umfjölluninni. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ segir hún. Vanda valið á samstarfsaðilum Venjan sé í fjárfestakynningum af þessu tagi að nefna hugsanlega samstarfsaðila í ólíkum þáttum virðiskeðjunnar á tilteknum mörkuðum. Holcim sé á meðal þeirra sem fyrirtækja sem leggja nú mikla vinu í að undirbúa föngun koltvísýrings frá framleiðsluverum sínum í Evrópu. Því hafi ekki verið óeðlilegt að nefna það og önnur sementsfyrirtæki á nafn í kynningunni. Stálfyrirtæki hafi einnig verið nefnd í þessu samhengi. „En að halda því fram að það hafi verið gerð viljayfirlýsing við þennan aðila eða að við séum með samning er ekki rétt,“ segir Edda Sif. Carbfix eigi í viðræðum við fjölda fyrirtækja en vandi valið á samstarfsaðilum. Það hafi sagt nei við stór alþjóðleg fyrirtæki sem hafi leitað til þess. „Því það skiptir okkar miklu máli að verkefnin sem við verjum tíma í og tæknin okkar er nýtt í skili raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Þetta er bara enn annað dæmi um hvað þessi umfjöllun er uppfull af rangfærslum og byggir á mjög úreltum gögnum.“ Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Skipulag Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Heimildin hélt því fram í umfjöllun sem birtist í morgun að forsvarsmenn kolefnisbindingarfyrirtækisins Carbfix blekktu bæði Hafnfirðinga og bæjaryfirvöld um umfang Coda Terminal, fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar sinnar í Straumsvík. Ætlunin væri að dæla mun meira niður af koltvísýringi þar en komið hafi fram opinberlega. Ásakanirnar byggjast á tæplega tveggja ára gömlum drögum að fjárfestingakynningu þar sem talað er um umfangsmeiri niðurdælingu en í umsókn fyrirtækisins um breytingu á aðalskipulagi til Hafnarfjarðarbæjar. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, segir alrangt að fyrirtækið blekki Hafnfirðinga eins og haldið sé fram í Heimildinni. Engin vinna eigi sér stað sem tengist umfangsmeira verkefni en nú er í umhverfismati og fjárfestakynningin sem Heimildin vísi í sé úrelt miðað við hvernig verkefnið hafi þróast. „Við erum alls ekki að blekkja einn eða neinn um hvað stendur til. Umfjöllunin vitnar nú beint í mín orð frá íbúafundi síðasta sumar þar sem ég tala alveg skýrt um að á þessu stigi sjáum við ekki fyrir okkur stækkun og það er engin vinna í gangi í tengslum við það,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Aukin starfsemi kallaði á nýtt skipulagsferli og umhverfismat Framkvæmdastjórinn segir að það sé ekki leyndarmál að Carbfix vilji stækka sem félag. Tilgangur þess sé að hafa jákvæð áhrif á loftslagið með tækni sinni. Það geti það gert með að stækka starfsemi sína hér á landi og erlendis þar sem aðstæður eru góðar. „Ef að það yrði einhvern tímann eitthvað af frekari starfsemi er það bara nýtt verkefni, algerlega nýtt kynningarferli og algerlega nýtt umhverfismat. Það er bara einhver hugsanleg framtíðarmúsík sem engin vinna er í gangi við að skoða núna,“ segir hún. Carbfix hafi sent Heimildinni þessar skýringar áður en umfjöllunin birtist. Edda Sif segir að hún hafi þrátt fyrir það verið uppfull af rangfærslum. „Ég var verulega hissa og undrandi við að lesa hana. Mér finnst líka mjög alvarlegt að sjá að það er vegið bæði að mínum heiðri og heiðri míns frábæra samstarfsfólks sem er að vinna að því að bæta heiminn með raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum. Mér finnst það bara alvarlegt,“ segir hún. Flytja á koltvísýring á fljótandi formi til Straumsvíkur þar sem Carbfix ætlar að nýta tækni sína til þess að dæla honum niður berglög. Þar binst koltvísýringurinn í steindir til langs tíma. Koltvísýringurinn kemur frá iðnaðarferlum þar sem koltvísýringur losnar frekar en bruna á jarðefnaeldsneyti.Carbfix Enginn samningur við franskan sementsrisa Fyrir utan meintar blekkingar Carbfix fullyrti Heimildin að viljayfirlýsing lægi fyrir um viðskipti fyrirtækisins við franska sementsfyrirtækið Holcim. Fullyrt er í umfjölluninni að Holcim sé fyrsta fyrirtækið í sögunni sem hafi verið dæmt fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu vegna þess að fyrirtækið keypti sér frið frá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams til þess að geta haldið áfram starfsemi í Sýrlandi. Dómur Hæstaréttar Frakklands frá því janúar í fyrra hafi markað tímamót. Sú fullyrðing virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Hæstiréttur Frakklands hafnaði kröfu fyrirtækisins um að vísa frá ákæru á hendur því fyrir samsekt í glæpum gegn mannkyninu í janúar í fyrra. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki verið sakfellt í málinu. Hæstiréttur vísaði frá hluta ákærunnar um að fyrirtækið hefði stefnt lífi starfsmanna þess í Sýrlandi í hættu. Edda Sif segir engan samning fyrir hendi við Holcim og heldur ekki við ýmis önnur fyrirtæki sem eru nefnd í umfjölluninni. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ segir hún. Vanda valið á samstarfsaðilum Venjan sé í fjárfestakynningum af þessu tagi að nefna hugsanlega samstarfsaðila í ólíkum þáttum virðiskeðjunnar á tilteknum mörkuðum. Holcim sé á meðal þeirra sem fyrirtækja sem leggja nú mikla vinu í að undirbúa föngun koltvísýrings frá framleiðsluverum sínum í Evrópu. Því hafi ekki verið óeðlilegt að nefna það og önnur sementsfyrirtæki á nafn í kynningunni. Stálfyrirtæki hafi einnig verið nefnd í þessu samhengi. „En að halda því fram að það hafi verið gerð viljayfirlýsing við þennan aðila eða að við séum með samning er ekki rétt,“ segir Edda Sif. Carbfix eigi í viðræðum við fjölda fyrirtækja en vandi valið á samstarfsaðilum. Það hafi sagt nei við stór alþjóðleg fyrirtæki sem hafi leitað til þess. „Því það skiptir okkar miklu máli að verkefnin sem við verjum tíma í og tæknin okkar er nýtt í skili raunverulegum árangri fyrir loftslagið. Þetta er bara enn annað dæmi um hvað þessi umfjöllun er uppfull af rangfærslum og byggir á mjög úreltum gögnum.“
Loftslagsmál Fjölmiðlar Hafnarfjörður Skipulag Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira