Bandaríski miðillinn PageSix gerir þessu skil. Þar segir að Muir hafi nýtt sér klemmuna til þess að fella búninginn betur að líkama sínum og þannig tryggja aðþrengdara snið. Eins og flestir vita eru núverandi gróðureldar í Los Angeles þeir mestu í manna minnum og tugir húsa eyðilagst í eldunum.
Muir starfar sem sjónvarpsmaður á ABC sjónvarpsstöðinni og var á vettvangi eldanna í beinni. Meðal þeirra sem gagnrýna sjónvarpsmanninn fyrir athæfið er kollegi Muir og keppinautur Megyn Kelly. Hún segir Muir vera haldinn það sem hún kallar sjúklegri hégóma.
„Þetta er ekki tími til þess að klæða sig upp. Þetta er eitthvað sem litlu strákarnir mínir gerðu þegar þeir voru ekki orðnir tíu ára. Ekki í fréttum þegar fólk er að láta lífið.“
PageSix segir augljóst að sjónvarpsmaðurinn hafi ekki ætlað að láta sjást í klemmuna. Þegar hann hafi snúið sér við til að benda áhorfendum á brunna byggð hafi klemman hinsvegar litið dagsins ljós frammi fyrir alheiminum.
Watch on TikTok