Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. janúar 2025 08:32 Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun