Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2025 07:12 Síðdegis nálgast skil úr suðri og mun snúast í vaxandi austan- og norðaustanátt. Vísir/Vilhelm Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris. Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis nálgist skil úr suðri og mun snúast í vaxandi austan- og norðaustanátt. Víða verður allhvass eða hvass vindur og snjókoma seint í kvöld og nótt, en stormur um tíma syðst á landinu. Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna hvassviðris eða storms seint í kvöld og eru þær í gildi til morguns. Má reikna með snjókomu eða slydda á láglendi með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum. „Snjókoman verður köflóttari á morgun og það degur úr vindi fyrir austan. Vægt frost, en frostlaust við suðurströndina þar sem úrkoman fellur líklega að hluta sem rigning eða slydda. Það er litlar breytingar að sjá til sunnudags, en þó er útlit fyrir að það slái aftur í storm syðst á landinu. Færð gæti því spillst allvíða um helgina og eru þeir sem hyggja á ferðalög hvattir til að kynna sér aðstæður á vegum áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Norðaustan og austan 13-23 m/s, hvassast syðst á landinu. Snjókoma með köflum og vægt frost, en frostlaust við suðurströndina. Á sunnudag: Norðaustan og austan 10-18, en 18-23 syðst. Snjókoma með köflum, en úrkomuminna norðanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustan 8-18, hvassast suðaustantil. Dálítil snjókoma, en þurrt að kalla vestanlands. Frost 0 til 7 stig. Á þriðjudag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Herðir á frosti. Á miðvikudag: Suðaustlæg átt og hlýnar með dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt og áfram kalt norðan- og austanlands. Á fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanátt með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurru veðri norðan- og vestanlands. Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis nálgist skil úr suðri og mun snúast í vaxandi austan- og norðaustanátt. Víða verður allhvass eða hvass vindur og snjókoma seint í kvöld og nótt, en stormur um tíma syðst á landinu. Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna hvassviðris eða storms seint í kvöld og eru þær í gildi til morguns. Má reikna með snjókomu eða slydda á láglendi með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum. „Snjókoman verður köflóttari á morgun og það degur úr vindi fyrir austan. Vægt frost, en frostlaust við suðurströndina þar sem úrkoman fellur líklega að hluta sem rigning eða slydda. Það er litlar breytingar að sjá til sunnudags, en þó er útlit fyrir að það slái aftur í storm syðst á landinu. Færð gæti því spillst allvíða um helgina og eru þeir sem hyggja á ferðalög hvattir til að kynna sér aðstæður á vegum áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Norðaustan og austan 13-23 m/s, hvassast syðst á landinu. Snjókoma með köflum og vægt frost, en frostlaust við suðurströndina. Á sunnudag: Norðaustan og austan 10-18, en 18-23 syðst. Snjókoma með köflum, en úrkomuminna norðanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustan 8-18, hvassast suðaustantil. Dálítil snjókoma, en þurrt að kalla vestanlands. Frost 0 til 7 stig. Á þriðjudag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Herðir á frosti. Á miðvikudag: Suðaustlæg átt og hlýnar með dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt og áfram kalt norðan- og austanlands. Á fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanátt með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurru veðri norðan- og vestanlands.
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Sjá meira