Sport

Dag­skráin: Besta helgi ársins í NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes mætir til leiks í úrslitakeppni  NFL í kvöld
Patrick Mahomes mætir til leiks í úrslitakeppni  NFL í kvöld Vísir/Getty

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Úrslitakeppni NFL deildarinnar heldur áfram i dag með tveimur leikjum en allir leikir hennar verða sýndir beint. Að þessu sinni er komið að undanúrslitum deildanna en þessi helgi er vanalega kölluð besta helgi ársins í ameríska fótboltanum.

Fyrri leikur dagsins er á milli Kansas City Chiefs og Houston Texans í Ameríkudeildinni en sá síðari er á milli Detriot Lions og Washington Commanders í Þjóðardeildinni. Bæði lið Kansas City og Detriot eru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni.

Það verða sýndir beint þrír leikir úr þýska fótboltanum þar af tveir í þýsku Bundesligunni.

Einnig verða sýndur leikur beint úr NBA deildinni í körfubolta og leikur úr NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21.30 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Houston Texans í úrslitakeppni NFL deildarinnar.

Klukkan 01.20 hefst útsending frá leik Detriot Lions og Washington Commanders í úrslitakeppni NFL deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Detriot Pistons og Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 12.25 hefst útsending frá leik velsku liðanna Cardiff og Swansea í ensku b-deildinni.

Klukkan 14.30 hefst útsending frá leik Bayern München og Wolfsburg í þýsku Bundesligunni.

Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku Bundesligunni.

Klukkan 19.30 hefst útsending frá leik Hamburger og Köln í þýsku b-deildinni.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Montreal Canadiens og Toronto Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×