Erlent

Margir al­var­lega slasaðir á skíða­svæði á Spáni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá skíðasvæðinu á Astún á Spáni.
Frá skíðasvæðinu á Astún á Spáni. GettY/Xavi Gomez

Tugir eru slasaðir og þar af minnst sautján alvarlega eftir að stólalyfta féll á skíðasvæði á Spáni. Í einhverjum tilfellum er fólk sagt hafa hrapað fimmtán metra til jarðar en engar fregnir hafa borist af dauðsföllum.

Slysið varð á skíðasvæðinu í Astún í Pýreneafjöllum, milli Spánar og Frakklands.

Í frétt el Pais segir að tildrög slyssins liggi ekki fyrir. Þá segir miðillinn að fimm þyrlur og tugir sjúkrabíla hafi verið sendir á vettvang.

Skíðasvæðinu hefur verið lokað og nærliggjandi sjúkrahús sett í viðbragðsstöðu.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×