„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2025 07:02 Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís veltir fyrir sér hvernig stjórnsýslan myndi líta út ef hún yrði teiknuð upp á nýtt frá grunni fyrir 380 þúsund manna þjóð sem líkja má við lítinn bæ í Evrópu. Gréta segir hið opinbera geta haft mikil áhrif til lækkunar á matvöruverði með sínum eigin innkaupum. Vísir/RAX „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. Og er þó rétt aðeins að hitna í umræðunni um hvernig ríkið geti hagrætt. Enda Prís eitt þeirra fyrirtækja sem hafa sent inn sparnaðartillögu til ríkistjórnarinnar. Ég held að stór hluti af vandanum sé vani; Það er verið að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir lengi. Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta. En ég spyr: Hvernig myndum við gera hlutina ef við værum að byrja með autt blað? Hvernig myndi stjórnsýslan líta út ef við værum að teikna hana upp á nýtt frá grunni fyrir 380 þúsund manna þjóð sem líkja má við lítinn bæ í Evrópu?“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun fjöllum við um sparnaðartillögur til ríkistjórnarinnar og heyrum í fyrirtækjum sem hafa sent inn tillögum. Er verið að plögga? Verum hagsýn í rekstri ríkisins segir í yfirskrift samráðsgáttarinnar þar sem fólk og fyrirtæki geta sent inn sparnaðartillögur til nýrrar ríkisstjórnar. Sem ætlar sér að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir að eigin sögn. Ekki hefur staðið á hugmyndum. Því þúsundir tillagna hafa þegar verið sendar inn. Flestar frá einstaklingum en nokkrar frá fyrirtækjum. Prís er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur sent inn tillögu. Tillagan gengur út á höfuðborgarsvæðinu versli hið opinbera alltaf við þá matvöruverslun sem er ódýrust samkvæmt verðmælingum ASÍ. Annað fyrirtæki sem hefur verið í fréttum fyrir sínar tillögur er flugfélagið Play. Sem segir viðskiptahætti hins opinbera óeðlilegar þegar kemur að flugsamgöngum og íhugar jafnvel að leita réttar síns. En er þetta ekki bara plögg? Eru fyrirtæki eins og Play og Prís ekki bara að koma sjálfum sér á framfæri með tillögunum eða skiptir þetta máli? „Nei,“ segir Gréta. „Ég trúi því alltaf að margt smátt geri eitt stórt. Vissulega er alveg hægt að benda á að eflaust þurfi að huga að mörgum stærri og dýrari kostnaðarliðum hjá hinu opinbera í samanburði við matvörukaup. En það þýðir ekkert að hugsa hlutina svona,“ segir Gréta og bætir við: „Ég man til dæmis eftir því þegar við vorum að vinna gegn plastnotkun í verslunum fyrir nokkrum árum. Þá voru sumir sem sögðu; Hva, einn til tveir pokar skipta nú ekki máli. En ef allir hugsa þannig verður engin breyting.“ Gréta segir erlenda birgja geta boðið upp á lægra vöruverð rétt eins og þeir selja sömu vörurnar á mun lægra verði til þjóða sem búa við lágt verðlag og bágan efnahag. Til þess að fá lægra verð, þurfi hins vegar að mynda þrýsting og þar geti ríkið haft veruleg áhrif með sínum eigin innkaupum.Vísir/RAX Já; fleiri geta lækkað matvöruverð Annað sem Gréta segir líka mikilvægt er fordæmið sem ríkisreksturinn getur gefið inn í samfélagið. „Það hefur lengi verið talað um það að kostnaðarvitund Íslendinga sé mjög lítil og í samanburði við erlendar þjóðir verður að segjast að við virðumst vera lélegir neytendur. Því víða erlendis er það þannig að um leið og eitthvað hækkar verulega, sniðgengur fólk vöruna og mótmælir jafnvel úti á götu.“ Á Íslandi er staðan gjörólík: „Hér kvartar fólk um hátt vöruverð en heldur áfram að kaupa það sama. Mögulega spilar inn í það einhver minnimáttakennd. Hér hefur þótt einhver skömm að því að spara og versla ódýrt, öfugt við víða erlendis þar sem fólk er mjög stolt af kostnaðarvitundinni sinni, hagstæðum kaupum og svo framvegis, þótt það sé vel í efnum. Þetta þarf auðvitað að breytast og er að breytast smátt og smátt með nýrri kynslóð og meiri fjölmenningu.“ En hvað getur ríkið gert í þessu? Ríkið getur með sínum innkaupum leitt með góðu fordæmi. Því ríkið er ekki aðeins umsvifamikill vöru- og þjónustukaupandi heldur líka stærsti vinnustaður landsins. Ef ríkið leitast alltaf við að kaupa matvörur hjá þeim aðila sem er ódýrastur hverju sinni, hefði það mikil og góð áhrif því svo mikill þrýstingur myndast á að lækka matvöruverð.“ Gréta nefnir dæmi: „Þegar Costco kom inn á markaðinn hafði það veruleg áhrif til lækkunar á vöruverði. Því þá fóru allir í matvörugeiranum af stað og þrýstu verðin niður hjá sínum birgjum erlendis og svo framvegis. Það sama myndi gerast ef aðilar á matvörumarkaðinum hér færu fyrir alvöru að þrýsta á betri verð frá sínum birgjum. Sem þá færu að þrýsta á betri verð erlendis frá.“ En er það svigrúm til staðar? Eru ekki allir nú þegar að vinna í því að fá bestu verðin erlendis frá? „Nei það er hægt að gera miklu betur í því,“ segir Gréta staðföst. En þess má geta að um árabil var Gréta framkvæmdastjóri Krónunnar og þekkir því landslagið vel þegar kemur að innkaupum á matvörum. „Það eru mörg ríki þannig að efnahagurinn er bágur og verðlag almennt lágt. Fyrir þessar þjóðir eru verðin hjá erlendum birgjum einfaldlega aðlöguð með lægra vöruverði. Smáþjóðin Ísland telur aðeins 380 þúsund manns og hér er verðlag hátt. Erlendir aðilar eru því ekki að bjóða sín bestu verð,“ segir Gréta en bætir við: Og munu ekki gera það nema verulegur þrýstingur myndist. Til þess að sá þrýstingur geti myndast þarf eitthvað að breytast hérna heima og þar getur ríkið virkilega haft áhrif með því að leiða innkaupin sín þannig að alltaf sé verslað hjá þeim sem býður lægsta vöruverðið.“ Þessu til staðfestingar bætir Gréta við einu dæmi í viðbót: „Við þekkjum það til dæmis alveg að geta fengið vörur á lægra verði með því að versla af öðrum aðilum en umboðsaðilunum hér. Og þegar svo er, segjum við alltaf við heildsalana hérna: Já, þrýstu bara á að fá lægra verð og þá munum við versla af þér.“ Þekkt er að Íslendingar virðast vera með mun verri kostnaðarvitund en víða þekkist erlendis, Íslendingar séu gjarnir á að kvarta yfir háu verðlagi en halda síðan áfram að kaupa það sama. Gréta segir hið opinbera geta stuðlað að breyttu viðhorfi með því að fara fram með góðu fordæmi og versla sjálfir þar sem ódýrast er.Vísir/RAX Þarf að skila skömminni? En talandi um kostnaðarvitund almennt og íslenska neytendur. Hvernig eru þeir til samanburðar við erlenda aðila? „Við finnum það hjá Prís að fólk sem er af erlendu bergi brotið virðist vera fljótara að kveikja á þeim sparnaði sem hlýst að versla hjá okkur frekar en öðrum. Einfaldlega vegna þess að við erum með lægra verð,“ segir Gréta en bætir við: En það er eins og viðhorfið eða menningin hjá allt of mörgum Íslendingum sé einfaldlega meira fólgin í því að tala um hvað hlutirnir séu alltof dýrir en gera síðan ekkert sjálfir til að ná þeim niður. En við sjáum sem betur fer að ákveðinn hópur leggur metnað sinn í að ná besta prísinum og er farinn að mæta reglulega hjá okkur, við viljum auðvitað stækka þennan hóp svo við getum opnað fleiri búðir um allt land. Sumir ætla til Tene á nýju ári fyrir það sem sparast við að versla við Prís í hverri viku í stað þess að fara annað.“ Hvers vegna telur þú að svo sé? „Ég veit það ekki,“ svarar Gréta í einlægni. „Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna það virðist vera svona mikill munur á kostnaðarvitund neytenda á Íslandi í samanburði við víða erlendis. Hvort smæðin sé til dæmis að hafa áhrif því hér eru allir svo mikið að passa upp á ásýndina sína og ímyndina og vilja ekki láta það fréttast um sig að það sé verið að kaupa það sem ódýrast er. Eða þekkja einhvern hinum megin við borðið, sem er kannski frændi þinn og svo framvegis,“ segir Gréta og bætir við: „Þegar við opnuðum síðastliðið haust var staðan búin að vera nokkuð erfið fyrir heimilin lengi. Háir stýrivextir og mjög miklar hækkanir á vöruverði. Ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað sjá fleiri koma til okkar að versla því samkvæmt mælingum ASÍ hefur Prís verið með lægsta verðið mánuðum saman. En svo virðist sem okkur sé frekar tamt að láta verðhækkanir alltaf yfir okkur ganga, sama hvað er. Fyrir vikið eru stóru fyrirtækin ekkert að pressa vöruverð svo mikið niður. Ef eitthvað hækkar einhvers staðar þá er því bara velt út í verðlagið því það er einfaldlega svo auðvelt.“ Og Gréta spyr: Þurfum við kannski að skila skömminni? Að fara að tala meira um það að það sé jákvætt að spara og vera hagsýn og þannig sé það víða í útlöndum. Þar sem fólk skammast sín ekki fyrir góða kostnaðarvitund heldur er stolt af því að standa sig vel sem neytendur.“ Gréta segist verða vör við það hjá Prís að það er ákveðinn hópur af neytendum sem leggur metnað sinn í að ná besta prísnum. Sumir ætli meira að segja til Tene á þessu ári fyrir þann pening sem sparast við að versla vikulega í Prís.Vísir/RAX Annað sem Gréta veltir fyrir sér er eignarhald matvöruverslana. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort einn hluti vandans á því hversu auðveldlega fyrirtæki velta öllu út í verðlagið sé hversu langt bil er á milli þeirra sem stýra fyrirtækinu og þeirra sem eiga það. Eftir hrun hafa lífeyrissjóðirnir meira og minna átt stærstu matvöruverslanirnar á Íslandi en þetta er eigendahópur sem vitað er að beitir sér ekki.“ Aftur berst talið að ríkistjórninni og því hverju megi hagræða þar. „Flest fyrirtæki, sérstaklega þau smærri eða meðalstóru eru alltaf að vinna í því að hagræða og lækka kostnað hjá sér. Þetta finnst mér sýnilega vanta hjá hinu opinbera. Kerfið er orðið svo stórt og bólgið að aðgerðir sem eiga að leiða til aukinnar skilvirkni eins og til dæmis stytting vinnuvikunnar hafa í raun minnkað skilvirkni. Eins átti að minnka álag og þannig fækka veikindadögum en nýlegar fréttir benda til að árangur sé ekki að nást í því. Margt sé hins vegar hægt að gera nú sem ekki hafi verið hægt áður og þar spili tæknin til dæmis inn.“ Sem dæmi nefnir Gréta: „Við hjá Prís tökum til dæmis ekki við reiðufé en þetta er liður í því að vera með lægra vöruverð. Því fyrir vikið þurfum við ekki starfsmann í afgreiðslu til að taka við peningum, vera lengur að vinna til að gera upp kassann, fá bíl frá öryggisfyrirtæki til að flytja peningana í bankann og svo framvegis.“ En hvaða ráð myndir þú gefa nýrri ríkisstjórn, sem nú þegar hefur gefið almenningi væntingar um að ná verulegum hagræðingum í ríkisrekstri, jafnvel með aðgerðum sem almenningur eða fyrirtæki sendu inn í samráðsgáttina? „Ég myndi segja að mikilvægast væri að allar aðgerðir sem ráðist væri í væru mælanlegar. Þannig að eftir á væri auðvelt að benda á; Þetta eru aðgerðirnar sem við fórum í og þetta er ávinningurinn. Þannig getur ríkisstjórnin sýnt fram á árangur svart á hvítu.“ Matvöruverslun Verðlag Neytendur Stjórnun Tengdar fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. 17. janúar 2025 07:02 „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 9. janúar 2025 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og er þó rétt aðeins að hitna í umræðunni um hvernig ríkið geti hagrætt. Enda Prís eitt þeirra fyrirtækja sem hafa sent inn sparnaðartillögu til ríkistjórnarinnar. Ég held að stór hluti af vandanum sé vani; Það er verið að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir lengi. Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta. En ég spyr: Hvernig myndum við gera hlutina ef við værum að byrja með autt blað? Hvernig myndi stjórnsýslan líta út ef við værum að teikna hana upp á nýtt frá grunni fyrir 380 þúsund manna þjóð sem líkja má við lítinn bæ í Evrópu?“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun fjöllum við um sparnaðartillögur til ríkistjórnarinnar og heyrum í fyrirtækjum sem hafa sent inn tillögum. Er verið að plögga? Verum hagsýn í rekstri ríkisins segir í yfirskrift samráðsgáttarinnar þar sem fólk og fyrirtæki geta sent inn sparnaðartillögur til nýrrar ríkisstjórnar. Sem ætlar sér að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir að eigin sögn. Ekki hefur staðið á hugmyndum. Því þúsundir tillagna hafa þegar verið sendar inn. Flestar frá einstaklingum en nokkrar frá fyrirtækjum. Prís er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur sent inn tillögu. Tillagan gengur út á höfuðborgarsvæðinu versli hið opinbera alltaf við þá matvöruverslun sem er ódýrust samkvæmt verðmælingum ASÍ. Annað fyrirtæki sem hefur verið í fréttum fyrir sínar tillögur er flugfélagið Play. Sem segir viðskiptahætti hins opinbera óeðlilegar þegar kemur að flugsamgöngum og íhugar jafnvel að leita réttar síns. En er þetta ekki bara plögg? Eru fyrirtæki eins og Play og Prís ekki bara að koma sjálfum sér á framfæri með tillögunum eða skiptir þetta máli? „Nei,“ segir Gréta. „Ég trúi því alltaf að margt smátt geri eitt stórt. Vissulega er alveg hægt að benda á að eflaust þurfi að huga að mörgum stærri og dýrari kostnaðarliðum hjá hinu opinbera í samanburði við matvörukaup. En það þýðir ekkert að hugsa hlutina svona,“ segir Gréta og bætir við: „Ég man til dæmis eftir því þegar við vorum að vinna gegn plastnotkun í verslunum fyrir nokkrum árum. Þá voru sumir sem sögðu; Hva, einn til tveir pokar skipta nú ekki máli. En ef allir hugsa þannig verður engin breyting.“ Gréta segir erlenda birgja geta boðið upp á lægra vöruverð rétt eins og þeir selja sömu vörurnar á mun lægra verði til þjóða sem búa við lágt verðlag og bágan efnahag. Til þess að fá lægra verð, þurfi hins vegar að mynda þrýsting og þar geti ríkið haft veruleg áhrif með sínum eigin innkaupum.Vísir/RAX Já; fleiri geta lækkað matvöruverð Annað sem Gréta segir líka mikilvægt er fordæmið sem ríkisreksturinn getur gefið inn í samfélagið. „Það hefur lengi verið talað um það að kostnaðarvitund Íslendinga sé mjög lítil og í samanburði við erlendar þjóðir verður að segjast að við virðumst vera lélegir neytendur. Því víða erlendis er það þannig að um leið og eitthvað hækkar verulega, sniðgengur fólk vöruna og mótmælir jafnvel úti á götu.“ Á Íslandi er staðan gjörólík: „Hér kvartar fólk um hátt vöruverð en heldur áfram að kaupa það sama. Mögulega spilar inn í það einhver minnimáttakennd. Hér hefur þótt einhver skömm að því að spara og versla ódýrt, öfugt við víða erlendis þar sem fólk er mjög stolt af kostnaðarvitundinni sinni, hagstæðum kaupum og svo framvegis, þótt það sé vel í efnum. Þetta þarf auðvitað að breytast og er að breytast smátt og smátt með nýrri kynslóð og meiri fjölmenningu.“ En hvað getur ríkið gert í þessu? Ríkið getur með sínum innkaupum leitt með góðu fordæmi. Því ríkið er ekki aðeins umsvifamikill vöru- og þjónustukaupandi heldur líka stærsti vinnustaður landsins. Ef ríkið leitast alltaf við að kaupa matvörur hjá þeim aðila sem er ódýrastur hverju sinni, hefði það mikil og góð áhrif því svo mikill þrýstingur myndast á að lækka matvöruverð.“ Gréta nefnir dæmi: „Þegar Costco kom inn á markaðinn hafði það veruleg áhrif til lækkunar á vöruverði. Því þá fóru allir í matvörugeiranum af stað og þrýstu verðin niður hjá sínum birgjum erlendis og svo framvegis. Það sama myndi gerast ef aðilar á matvörumarkaðinum hér færu fyrir alvöru að þrýsta á betri verð frá sínum birgjum. Sem þá færu að þrýsta á betri verð erlendis frá.“ En er það svigrúm til staðar? Eru ekki allir nú þegar að vinna í því að fá bestu verðin erlendis frá? „Nei það er hægt að gera miklu betur í því,“ segir Gréta staðföst. En þess má geta að um árabil var Gréta framkvæmdastjóri Krónunnar og þekkir því landslagið vel þegar kemur að innkaupum á matvörum. „Það eru mörg ríki þannig að efnahagurinn er bágur og verðlag almennt lágt. Fyrir þessar þjóðir eru verðin hjá erlendum birgjum einfaldlega aðlöguð með lægra vöruverði. Smáþjóðin Ísland telur aðeins 380 þúsund manns og hér er verðlag hátt. Erlendir aðilar eru því ekki að bjóða sín bestu verð,“ segir Gréta en bætir við: Og munu ekki gera það nema verulegur þrýstingur myndist. Til þess að sá þrýstingur geti myndast þarf eitthvað að breytast hérna heima og þar getur ríkið virkilega haft áhrif með því að leiða innkaupin sín þannig að alltaf sé verslað hjá þeim sem býður lægsta vöruverðið.“ Þessu til staðfestingar bætir Gréta við einu dæmi í viðbót: „Við þekkjum það til dæmis alveg að geta fengið vörur á lægra verði með því að versla af öðrum aðilum en umboðsaðilunum hér. Og þegar svo er, segjum við alltaf við heildsalana hérna: Já, þrýstu bara á að fá lægra verð og þá munum við versla af þér.“ Þekkt er að Íslendingar virðast vera með mun verri kostnaðarvitund en víða þekkist erlendis, Íslendingar séu gjarnir á að kvarta yfir háu verðlagi en halda síðan áfram að kaupa það sama. Gréta segir hið opinbera geta stuðlað að breyttu viðhorfi með því að fara fram með góðu fordæmi og versla sjálfir þar sem ódýrast er.Vísir/RAX Þarf að skila skömminni? En talandi um kostnaðarvitund almennt og íslenska neytendur. Hvernig eru þeir til samanburðar við erlenda aðila? „Við finnum það hjá Prís að fólk sem er af erlendu bergi brotið virðist vera fljótara að kveikja á þeim sparnaði sem hlýst að versla hjá okkur frekar en öðrum. Einfaldlega vegna þess að við erum með lægra verð,“ segir Gréta en bætir við: En það er eins og viðhorfið eða menningin hjá allt of mörgum Íslendingum sé einfaldlega meira fólgin í því að tala um hvað hlutirnir séu alltof dýrir en gera síðan ekkert sjálfir til að ná þeim niður. En við sjáum sem betur fer að ákveðinn hópur leggur metnað sinn í að ná besta prísinum og er farinn að mæta reglulega hjá okkur, við viljum auðvitað stækka þennan hóp svo við getum opnað fleiri búðir um allt land. Sumir ætla til Tene á nýju ári fyrir það sem sparast við að versla við Prís í hverri viku í stað þess að fara annað.“ Hvers vegna telur þú að svo sé? „Ég veit það ekki,“ svarar Gréta í einlægni. „Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna það virðist vera svona mikill munur á kostnaðarvitund neytenda á Íslandi í samanburði við víða erlendis. Hvort smæðin sé til dæmis að hafa áhrif því hér eru allir svo mikið að passa upp á ásýndina sína og ímyndina og vilja ekki láta það fréttast um sig að það sé verið að kaupa það sem ódýrast er. Eða þekkja einhvern hinum megin við borðið, sem er kannski frændi þinn og svo framvegis,“ segir Gréta og bætir við: „Þegar við opnuðum síðastliðið haust var staðan búin að vera nokkuð erfið fyrir heimilin lengi. Háir stýrivextir og mjög miklar hækkanir á vöruverði. Ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað sjá fleiri koma til okkar að versla því samkvæmt mælingum ASÍ hefur Prís verið með lægsta verðið mánuðum saman. En svo virðist sem okkur sé frekar tamt að láta verðhækkanir alltaf yfir okkur ganga, sama hvað er. Fyrir vikið eru stóru fyrirtækin ekkert að pressa vöruverð svo mikið niður. Ef eitthvað hækkar einhvers staðar þá er því bara velt út í verðlagið því það er einfaldlega svo auðvelt.“ Og Gréta spyr: Þurfum við kannski að skila skömminni? Að fara að tala meira um það að það sé jákvætt að spara og vera hagsýn og þannig sé það víða í útlöndum. Þar sem fólk skammast sín ekki fyrir góða kostnaðarvitund heldur er stolt af því að standa sig vel sem neytendur.“ Gréta segist verða vör við það hjá Prís að það er ákveðinn hópur af neytendum sem leggur metnað sinn í að ná besta prísnum. Sumir ætli meira að segja til Tene á þessu ári fyrir þann pening sem sparast við að versla vikulega í Prís.Vísir/RAX Annað sem Gréta veltir fyrir sér er eignarhald matvöruverslana. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort einn hluti vandans á því hversu auðveldlega fyrirtæki velta öllu út í verðlagið sé hversu langt bil er á milli þeirra sem stýra fyrirtækinu og þeirra sem eiga það. Eftir hrun hafa lífeyrissjóðirnir meira og minna átt stærstu matvöruverslanirnar á Íslandi en þetta er eigendahópur sem vitað er að beitir sér ekki.“ Aftur berst talið að ríkistjórninni og því hverju megi hagræða þar. „Flest fyrirtæki, sérstaklega þau smærri eða meðalstóru eru alltaf að vinna í því að hagræða og lækka kostnað hjá sér. Þetta finnst mér sýnilega vanta hjá hinu opinbera. Kerfið er orðið svo stórt og bólgið að aðgerðir sem eiga að leiða til aukinnar skilvirkni eins og til dæmis stytting vinnuvikunnar hafa í raun minnkað skilvirkni. Eins átti að minnka álag og þannig fækka veikindadögum en nýlegar fréttir benda til að árangur sé ekki að nást í því. Margt sé hins vegar hægt að gera nú sem ekki hafi verið hægt áður og þar spili tæknin til dæmis inn.“ Sem dæmi nefnir Gréta: „Við hjá Prís tökum til dæmis ekki við reiðufé en þetta er liður í því að vera með lægra vöruverð. Því fyrir vikið þurfum við ekki starfsmann í afgreiðslu til að taka við peningum, vera lengur að vinna til að gera upp kassann, fá bíl frá öryggisfyrirtæki til að flytja peningana í bankann og svo framvegis.“ En hvaða ráð myndir þú gefa nýrri ríkisstjórn, sem nú þegar hefur gefið almenningi væntingar um að ná verulegum hagræðingum í ríkisrekstri, jafnvel með aðgerðum sem almenningur eða fyrirtæki sendu inn í samráðsgáttina? „Ég myndi segja að mikilvægast væri að allar aðgerðir sem ráðist væri í væru mælanlegar. Þannig að eftir á væri auðvelt að benda á; Þetta eru aðgerðirnar sem við fórum í og þetta er ávinningurinn. Þannig getur ríkisstjórnin sýnt fram á árangur svart á hvítu.“
Matvöruverslun Verðlag Neytendur Stjórnun Tengdar fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. 17. janúar 2025 07:02 „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00 Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 9. janúar 2025 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. 17. janúar 2025 07:02
„Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Flöskuhálsinn eru ríki og sveitarfélög ekki einkageirinn. Því einkageirinn er alveg búinn að fatta þetta að miklu leiti,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz hjá Regus skrifstofuhúsnæði. 15. janúar 2025 07:00
Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 9. janúar 2025 07:01
Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02
Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00