Komu til baka eftir skelfilega byrjun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 17:00 Erfið byrjun en góður sigur. EPA-EFE/TIM KEETON Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það vakti athygli að tveir af nýju mönnum Man City voru í byrjunarliðinu. Hinn tvítugi miðvörður Abdukodir Khusanov hóf leik í hjarta varnarinnar og þá var Omar Marmoush á hægri vængnum. Það verður ekki annað sagt en Khusanov hafi átt martraðarbyrjun á ferli sínum sem leikmaður Manchester City en eftir aðeins rúmlega tveggja mínútnaleik var hann búinn að gefa mark. Hann ætlaði þá að skalla boltann til baka á markvörðinn Ederson en tókst ekki betur til en boltinn fór á Nicolas Jackson sem renndi knettinum fyrir markið þar sem Noni Madueke gat ekki annað en komið Chelsea yfir. Ekki meira en mínútu síðar átti Khusanov svo slaka sendingu úr vörninni og endaði á að brjóta á Cole Palmer. Myndbandsdómari leiksins athugaði hvort miðvörðurinn hefði verið aftasti maður en svo var ekki og gult spjald niðurstaðan. Eftir þetta róaðist leikurinn og komst Man City meira í takt við það sem var í gangi á vellinum. Þegar þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks jafnaði varnarmaðurinn Joško Gvardiol eftir undirbúning Matheus Nunes, staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var í járnum fram á 68. mínútu þegar Ederson lyfti boltanum yfir vörn Chelsea og Erling Haaland óð að marki. Robert Sánchez, markvörður Chelsea, kom út í boltann en komst ekki nálægt Norðmanninum sem lyfti boltanum yfir spænska markvörðinn sem var svo sannarlega í einskis manns landi. Undir lok leiks átti Haaland svo sendingu á Phil Foden sem skoraði þriðja mark heimaliðsins og kláraði þar með dæmið, lokatölur 3-1 Man City í vil. Man City er nú í 4. sæti með 41 stig að loknum 23 leikjum. Chelsea er í 6. sæti með 40 stig. Fótbolti Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það vakti athygli að tveir af nýju mönnum Man City voru í byrjunarliðinu. Hinn tvítugi miðvörður Abdukodir Khusanov hóf leik í hjarta varnarinnar og þá var Omar Marmoush á hægri vængnum. Það verður ekki annað sagt en Khusanov hafi átt martraðarbyrjun á ferli sínum sem leikmaður Manchester City en eftir aðeins rúmlega tveggja mínútnaleik var hann búinn að gefa mark. Hann ætlaði þá að skalla boltann til baka á markvörðinn Ederson en tókst ekki betur til en boltinn fór á Nicolas Jackson sem renndi knettinum fyrir markið þar sem Noni Madueke gat ekki annað en komið Chelsea yfir. Ekki meira en mínútu síðar átti Khusanov svo slaka sendingu úr vörninni og endaði á að brjóta á Cole Palmer. Myndbandsdómari leiksins athugaði hvort miðvörðurinn hefði verið aftasti maður en svo var ekki og gult spjald niðurstaðan. Eftir þetta róaðist leikurinn og komst Man City meira í takt við það sem var í gangi á vellinum. Þegar þrjár mínútur voru til loka fyrri hálfleiks jafnaði varnarmaðurinn Joško Gvardiol eftir undirbúning Matheus Nunes, staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var í járnum fram á 68. mínútu þegar Ederson lyfti boltanum yfir vörn Chelsea og Erling Haaland óð að marki. Robert Sánchez, markvörður Chelsea, kom út í boltann en komst ekki nálægt Norðmanninum sem lyfti boltanum yfir spænska markvörðinn sem var svo sannarlega í einskis manns landi. Undir lok leiks átti Haaland svo sendingu á Phil Foden sem skoraði þriðja mark heimaliðsins og kláraði þar með dæmið, lokatölur 3-1 Man City í vil. Man City er nú í 4. sæti með 41 stig að loknum 23 leikjum. Chelsea er í 6. sæti með 40 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti