Handbolti

Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Stiven Tobar Valencia var í fyrsta sinn á stórmóti fyrir ári síðan, á EM í Þýskalandi, og á nú fyrir höndum sinn fyrsta HM-leik.
Stiven Tobar Valencia var í fyrsta sinn á stórmóti fyrir ári síðan, á EM í Þýskalandi, og á nú fyrir höndum sinn fyrsta HM-leik. Getty/Tom Weller

Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með.

Stiven og Orri Freyr Þorkelsson, sem báðir spila með portúgölskum félagsliðum, munu því deila vinstri hornamannastöðunni í dag en Óðinn Þór Ríkharðsson verður eini hægri hornamaðurinn, í fjarveru Sigvalda.

Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson, sem meiddist á æfingu í síðustu viku, er áfram utan hóps.

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 14:30 og er bein textalýsing á Vísi í greininni hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×