Fótbolti

Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar hér öðru marki sínu fyrir Bayern München í þýsku deildinni í dag.
Harry Kane fagnar hér öðru marki sínu fyrir Bayern München í þýsku deildinni í dag. Getty/Alexander Hassenstein

Bayern München er komið með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar eftir 4-3 heimasigur á Holstein Kiel í kvöld.

Harry Kane skoraði tvívegis í leiknum og er því kominn með nítján deildarmörk á leiktíðinni.

Þetta var sjötti sigur Bæjara í röð en þeir hafa byrjað mjög vel eftir vetrarfríið. Þeir voru 4-0 yfir í leiknum en fengu síðan á sig þrjú mörk þegar þeir voru búnir að skipta lykilmönnum af velli. Það mátti því ekki miklu muna að stigin yrði tveimur færri.

Jamal Musiala kom Byern í 1-0 á 19. mínútu en svo skoraði Kane tvö skallamörk í kringum hálfleikinn.

Fyrst skallaði hann inn fyrirgjöf Kingsley Coman í uppbótatíma fyrri hálfleiks og svo skoraði hann síðan annað skallamark eftir stoðsendingu frá Raphaël Guerreiro á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.

Kane fékk ekki tíma til að skora þrennuna því hann var tekinn af velli á mínútu. Þá var varamaðurinn Serge Gnabry búinn að skora fjórða markið.

Finn Porath minnkaði muninn fyrir Holstein Kiel á 62. mínútu og áður en leik lauk var Kielar liðið búið að bæta við tveimur mörkum og minnka muninn í eitt mark.  Steven Skrzybski skoraði tvívegis í uppbótatíma leiksins.

Borussia Dortmund vann á sama tíma 2-1 útisigur á FC Heidenheim. Serhou Guirassy (33. mínúta) og Maximilian Beier (63. mínúta) komu liðinu i 2-0 en Mathias Honsak minnkaði muninn mínútu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×