Þetta er í þrettánda sinn sem Frakkar vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu en Portúgalar voru þarna að reyna að vinna sín fyrstu verðlaun.
Franska landsliðið hefur unnið sex gull, tvö silfur á fimm bronsverðlaun á HM. Liðið fékk silfurverðlaun fyrir tveimur árum.
Frakkar voru 19-17 yfir í hálfleik en Portúgalar náðu tveggja marka forskoti í seinni hálfleiknum.
Frakkarnir voru hins vegar sterkari á lokasprettinum. Melvyn Richardson skoraði sigurmarkið úr vítakasti. Portúgal fékk tækifæri til að jafna en Charles Bolzinger varði lokaskot þeirra úr horninu.
Aymeric Minne skoraði tíu mörk fyrir franska liðið og Dylan Nahi var með sex mörk. Francisco Costa skoraði átta mörk fyrir Portúgal og Victor Iturriza Alvarez var með sjö mörk.