Róbert Orri semur við Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 17:21 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, býður Róbert Orra Þorkelsson velkominn í félagið. Víkingur Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Sjá meira
Víkingar segja frá því á miðlum sínum að Róbert Orri hafi skrifað undir þriggja ára samning eða út 2027 tímabilið. Róbert er 22 ára miðvörður sem spilaði síðast á Íslandi með Blikum sumarið 2021 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Róbert Orri fór fyrst til kanadíska félagsins CF Montréal í MLS-deildinni en var síðan lánaður til norska félagsins Konsvinger á síðasta sumar. Róbert er 186 sentimetra miðvörður sem kemur nú reynslunni ríkari eftir lærdómsrík og krefjandi ár í atvinnumennsku. Hann lék sextán leiki í Bestu deildinni með Breiðabliki, hann hefur leikið fjóra A-landsleiki og alls sautján leiki fyrir 21 árs landslið Íslands. Alls á Róbert Orri 44 leiki fyrir öll landslið Íslands. Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Víking síðan að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni leikur því sömu stöðu og nýi þjálfari hans spilaði á sínum glæsta ferli. Sölvi ætti því að geta kennt honum eitthvað um þá stöðu. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) „Róbert er mjög spennandi ungur vinstri fótar hafsent sem getur leyst vinstri bakvörð líka. Hann er góður á boltann og með góða sendingagetu og við teljum hann vera kominn í besta umhverfi á landinu til að þróa sinn leik enn frekar. Við ætlumst til mikils af honum hér í Víkinni næstu árin,“ sagði Kári Árnason á miðlum Víkinga. „Róbert Orri er frábær leikmaður sem sýndi snemma hæfileika sína á Íslandi og fór ungur út í atvinnumennsku. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar sem sást vel í vali hans sem fyrirliða U-21 landsliðsins. Róbert er leikmaður sem gerir góðan hóp enn betri og við bindum miklar vonir við hann hér í Hamingjunni,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, á miðlum Víkinga.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Sjá meira