Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2025 07:25 Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi, fyrst austantil, nú í morgunsárið en milli 15 og 19 verða viðvaranir í gildi um allt land. Veðurstofan Nú í morgunsárið er djúp lægð við suðvesturströndina. Hún fer norður á bóginn í dag og gengur í sunnan storm austantil á landinu, en á vesturhluta landsins, undir lægðarmiðjunni, verður áttin breytileg og vindur hægari. Á vef Veðurstofunnar segir að víða verði rigning eða slydda og hiti verður á bilinu eitt til átta stig. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi í morgunsárið. „Síðdegis verður lægðin komin norður fyrir land, þá gengur í suðvestan og vestan 18-28 m/s og það kólnar með éljum eða snjókomu, en styttir upp um landið austanvert. Hvassast í vindstrengjum norðanlands. Um kvöldmatarleytið dregur úr vindi sunnan heiða, og fyrir norðan fer veðrið að ganga niður undir miðnætti. Það má því búast við leiðindaveðri í flestum landshlutum í dag og viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið verður verst fyrir austan fram eftir degi og svo á norðurhluta landsins seint í dag, og þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi, fyrst austantil, nú í morgunsárið en milli 15 og 19 verða viðvaranir í gildi um allt land. Síðasta veðurviðvörunin er í gildi á norðaustanverðu landinu til miðnættis. „Suðvestan- og sunnanátt á morgun, allhvass vindur eða strekkingur og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Vægt frost. Bætir heldur í vind annað kvöld. Á miðvikudag nálgast næsta lægð úr suðvestri. Það hvessir þegar líður á daginn og hlýnar með rigningu, og um kvöldið er útlit fyrir sunnan storm eða rok víða um land. Spákort fyrir klukkan 12.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan og sunnan 10-18 m/s og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Vægt frost. Bætir heldur í vind um kvöldið. Á miðvikudag: Suðvestan 13-20 og él, en áfram þurrt norðaustanlands. Hvessir seinnipartinn og hlýnar með rigningu, víða sunnan 20-28 m/s um kvöldið. Á fimmtudag: Sunnan 23-30 m/s um morguninn og talsverð rigning. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðaustanlands. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, fyrst vestantil. Suðvestan 10-18 síðdegis og él, en styttir upp um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Á föstudag: Sunnan og suðvestan 10-18 og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti um eða undir frostmarki. Á laugardag: Suðvestlæg átt og hlýnar með dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt að mestu um landið austanvert. Á sunnudag: Mild sunnanátt og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Veður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að víða verði rigning eða slydda og hiti verður á bilinu eitt til átta stig. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi í morgunsárið. „Síðdegis verður lægðin komin norður fyrir land, þá gengur í suðvestan og vestan 18-28 m/s og það kólnar með éljum eða snjókomu, en styttir upp um landið austanvert. Hvassast í vindstrengjum norðanlands. Um kvöldmatarleytið dregur úr vindi sunnan heiða, og fyrir norðan fer veðrið að ganga niður undir miðnætti. Það má því búast við leiðindaveðri í flestum landshlutum í dag og viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið verður verst fyrir austan fram eftir degi og svo á norðurhluta landsins seint í dag, og þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi, fyrst austantil, nú í morgunsárið en milli 15 og 19 verða viðvaranir í gildi um allt land. Síðasta veðurviðvörunin er í gildi á norðaustanverðu landinu til miðnættis. „Suðvestan- og sunnanátt á morgun, allhvass vindur eða strekkingur og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Vægt frost. Bætir heldur í vind annað kvöld. Á miðvikudag nálgast næsta lægð úr suðvestri. Það hvessir þegar líður á daginn og hlýnar með rigningu, og um kvöldið er útlit fyrir sunnan storm eða rok víða um land. Spákort fyrir klukkan 12.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan og sunnan 10-18 m/s og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Vægt frost. Bætir heldur í vind um kvöldið. Á miðvikudag: Suðvestan 13-20 og él, en áfram þurrt norðaustanlands. Hvessir seinnipartinn og hlýnar með rigningu, víða sunnan 20-28 m/s um kvöldið. Á fimmtudag: Sunnan 23-30 m/s um morguninn og talsverð rigning. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðaustanlands. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, fyrst vestantil. Suðvestan 10-18 síðdegis og él, en styttir upp um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Á föstudag: Sunnan og suðvestan 10-18 og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti um eða undir frostmarki. Á laugardag: Suðvestlæg átt og hlýnar með dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt að mestu um landið austanvert. Á sunnudag: Mild sunnanátt og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi.
Veður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Sjá meira