Palyza er reynslumikill leikmaður frá Tékklandi. Hann er 203 sentimetra hár framherji, sem hefur fimm sinnum orðið Tékklandsmeistari og þrívegis orðið bikarmeistari. Þessi reynslubolti hefur spilað tugi landsleikja og verið fulltrúi þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum, lokakeppni HM og lokakeppni EM (Eurobasket).
Á síðustu leiktíð lék Palyza með Caledonia Gladiators í efstu deild á Bretlandseyjum. Hann skoraði þar 11,2 stig í leik. Hann var sjötti í deildinni yfir flestar þriggja stiga körfur og hitti úr 41,7 prósenta skota sinna fyrir utan línuna.
Palyza tók einnig þátt í undankeppni Champions League og riðlakeppni FIBA Europe Cup með umræddu liði.