Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 22:11 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu. „Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28