Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 16:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar. vísir/vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa. Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa.
Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48