Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 10:58 Alfreð Erling Þórðarson mætti fyrir héraðsdóm í gær en vildi engu bæta við fyrri framburð sinn hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira