Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 11:32 Fjölskyldan saman á góðri stundu. Selma Hafsteinsdóttir er 35 ára móðir. Hún kynntist manninum sínum í Kvennaskólanum og þegar leið á sambandið fóru þau að reyna eignast saman barn. „Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira