Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 08:01 Sölvi Geir mun stýra Víkingum í stórleik kvöldsins. Vísir/Arnar Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira