Vill auka eftirlit með þungaflutningum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 06:02 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir þungaflutninga auka slit á vegum margfalt séu tonnin fleiri en þau mega vera. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira