Erling Braut Haaland er ekki í leikmannahóp City en hann spilaði ekkert í leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni i vikunni.
Haaland meiddist á hné í 4-0 sigrinum á Newcastle um síðustu helgi.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, er nú búinn að tilkynna hópinn og þar er Haaland hvorki meðal byrjunarliðsmanna né varamanna.
Þetta gefur Liverpool manninum Mohamed Salah tækifæri til að auka forskot sitt á Haaland í baráttunni um Gullskóinn.
Salah hefur skorað fimm mörkum meira, 24 mörk á móti 19 mörkum frá Haaland.
Today’s team to face Liverpool! 🩵
— Manchester City (@ManCity) February 23, 2025
XI | Ederson, Lewis, Khusanov, Ake, Gvardiol, Nico, De Bruyne (C), Savinho, Foden, Doku, Marmoush
SUBS | Ortega Moreno, Dias, Kovacic, Grealish, Gundogan, Bernardo, Reis, Nunes, McAtee#ManCity | @etihad pic.twitter.com/yLDMaa20ed