„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:10 Ólafur Jónas Sigurðsson mætti með derhúfu í kvöld til að fela nýja hárlitinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik