Skoðun

Látum verkin tala

Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Sjálfboðastörf eru ein mikilvægasta stoð hvers samfélags. Þau fela í sér óeigingjarnt starf án persónulegra hagsmuna. Slík störf auka ekki einungis velferð þeirra sem njóta aðstoðarinnar heldur styrkja þau persónulegan vöxt og leiðtogahæfni þeirra sem þeim sinna.

Ein af þeim sem hefur verið áberandi í sjálfboðstörfum í sínu nærsamfélagi er Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið öflug í sjálfboðastörfum í gegnum tíðina og má þar t.d. nefna íþrótta- og æskulýðshreyfinguna í Hveragerði. Þar hefur hún tekið þátt í að móta stefnu og styðja við bakið á ungu íþróttafólki með fjölbreyttum hætti, sallt frá því að fæða svanga munna í að endurvekja deildir félagsins. Eins og við öll vitum er ómetanlegt að hafa traust og gott fólk í kringum sig sem stendur vaktina í blíðu og stríðu og aðstoðar við lítil sem stór verkefni.

Guðrún hefur einnig starfað innan sóknarnefndar í Hveragerði. Það hefur veitt henni dýrmæta innsýn inn í þær áskoranir sem margir einstaklingar standa frammi fyrir í daglegu lífi, hvort sem þar er um að ræða félagslega einangrun, félagslegar aðstæður eða aðra grundvallarþætti sem hafa bein áhrif á velferð almennings.

Einstaklingar sem hafa reynslu af sjálfboðastarfi eru einfaldlega betur í stakk búnir til að gegna leiðtogahlutverkum, því að þeir hafa lært á samvinnu, ábyrgð og skilning á mismunandi aðstæðum. Þess vegna ætti að meta sjálfboðastarf mikils, bæði á persónulegum og samfélagslegum vettvangi og með það að leiðarljósi hvet ég sjálfstæðismenn á komandi landsfundi til þess að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Með hana sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá leiðtoga sem skilur hagsmuni almennings, hefur reynslu af samvinnu og hefur sýnt að hún getur tengst öllum aldurshópum íslensks þjóðfélags. Þess vegna er Guðrún Hafsteinsdóttir besti kosturinn í formann Sjálfstæðisflokksins.

Höfundur er framkvæmdarstjóri íþróttasambands.




Skoðun

Sjá meira


×